Um styrktarfélag HRH

Haven Rescue Home (HRH) er heimili fyrir stúlkur, 18 ára og yngri, sem eru barnshafandi eða mæður ungra barna.

Í Kenía ríkir mikil fátækt og eitt af þeim mörgu vandamálum sem fylgir fátækt er að ungar stúlkur verða barnshafandi og ljúka ekki skólagöngu.

Ríkjandi hugarfar í samfélaginu er að þegar þú ert orðin móðir sé skólagöngu þinni lokið, mæður eigi að taka ábyrgð á barni og sjá fyrir fjölskyldu sinni.

Þær stúlkur sem kjósa að halda áfram að mennta sig hafa hingað til einungis haft þann möguleika að gefa barn sitt frá sér. Mörg heimili taka við ungabörnum sem fjölskyldur gefa frá sér, en aðeins örfá heimili eru starfrækt sem aðstoða bæði móður og barn.

HRH leitast við að sú vinna sem fram fer á heimilinu sé fagleg og geri skjólstæðingana sterka til að geta framfleytt sér og börnum sínum.

Á heimilinu eru átta starfsmenn, mentaðarfullur félagsráðgjafi, sálfræðingur í hlutastarfi, leikskólakennari ásamt öðrum starfsmönnum sem hafa unnið lengi á heimilinu og fengið tilheyrandi þjálfun.

Auk þess að reka heimili fyrir ungar mæður styður félagið við ungt fólk í sínu nærumhverfi til náms auk þess að hjálpa í flestum tilfellum einstæðum mæðrum að stofna til reksturs til að framfleyta sér og börnum sínum.

Styrktarfélag HRH var stofnað 2012 og er félagsskapur sem styður við starfsemi Haven Rescue Home í Kenía.
Félagið er skráð sem almennur hagsmunaaðili og er með skráðan fjárhagsáætlun hjá stjórnarskrifstofu almennra hagsmunaaðila.
Félagið er með starfsmenn sem vinna öll framlög og styrki sem félagið fær beint til starfsemi heimilisins.